Hoppa yfir valmynd

Aðgerð

B.07 Óstaðbundin störf

Aðgerðin er í vinnslu

Fréttir af aðgerðinni

17.4.2024  Styrkur úr byggðarannsóknasjóði til að rannsaka óstaðbundin störf.

25.3.2024  Mögulegt væri að auglýsa 12% starfa hjá ráðuneytum og stofnunum ríkisins sem óstaðbundin. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) gerði fyrir framkvæmdahóp um innleiðingu stefnu stjórnvalda um óstaðbundin störf. Í könnuninni komu einnig fram áhyggjur stjórnenda af auknum kostnaði sem óstaðbundin störf gætu haft í för með sér.

Sjá frétt af vef Stjórnarráðsins: Óstaðbundin störf stuðla að búsetufrelsi

15.5.2023  Ríkisstjórnin samþykkti í lok janúar 2023 að skipa framkvæmdahóp til að annast framkvæmd aðgerðarinnar. Hópurinn tók til starfa í apríl og hann skipa Aðalsteinn Þorsteinsson frá innviðaráðuneyti, Aldís Magnúsdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og Dagný Jónsdóttir frá forsætisráðuneyti.

Tengiliður   

Hólmfríður Sveinsdóttir, innviðaráðuneytinu - [email protected] 

Aðgerðin

Markmið: Að búsetufrelsi verði eflt með fjölgun atvinnutækifæra og auknum fjölbreytileika starfa á landsbyggðinni.

Stutt lýsing: Störf hjá ríkinu verði ekki staðbundin nema eðli starfsins krefjist þess sérstaklega, þannig að búseta hafi ekki áhrif á ráðningar. Tekið verði saman yfirlit um fjölda starfsstöðva/-rýma og fjölda ríkisstarfa sem eru óháð staðsetningu. Í kjölfarið verði sett markmið um fjölgun vinnurýma og óstaðbundinna starfa með sem jafnastri dreifingu um landið. Byggðir verði upp vinnustaðaklasar í samstarfi ríkis, sveitarfélaga og annarra aðila eftir atvikum þannig að góð vinnuaðstaða verði í boði sem víðast um landið. Skoðað verði hvort Byggðastofnun geti boðið lán með veði í slíkum klösum. Settir verði upp samkeppnispottar til að styðja annars vegar við uppbyggingu vinnustaðaklasa og hins vegar við einskiptiskostnað vegna starfa sem staðsett verða í skilgreindum vinnustaðaklösum eða annars staðar utan atvinnusóknar höfuðborgarsvæðisins. Árangur aðgerðarinnar verði metinn út frá fjölda vinnurýma og dreifingu þeirra um landið. Þá verði fylgst með nýtingu þeirra og fjölbreytni starfa.

  • Ábyrgð: Innviðaráðuneytið í samstarfi við forsætisráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið. 
  • Framkvæmdaraðili: Byggðastofnun í samstarfi við ráðuneyti og ríkisstofnanir á höfuðborgarsvæðinu. 
  • Dæmi um samstarfsaðila: Sveitarfélög, samtök þeirra og fyrirtæki.
  • Tímabil: 2022-2026. 
  • Tenging við aðrar stefnur/áætlanir: Stefna í málefnum sveitarfélaga 2019–2033.
  • Tenging við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: Styður markmið 9 og 11, einkum undir¬markmið 9.1, 9.4 og 11.a.
  • Tillaga að fjármögnun: 298 millj. kr. af byggðaáætlun. 

Sveitarstjórnir og byggðamál
Mannauðsmál ríkisins
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum