Hoppa yfir valmynd
21. maí 2024 Dómsmálaráðuneytið

Framfaraskref í réttarvörslukerfi

Alþingi hefur samþykkt frumvarp dómsmálaráðherra um ýmsar breytingar á lögum um meðferð sakamála, lögum um meðferð einkamála og lögum um gjaldþrotaskipti og fleira sem miða að því að gera samskipti í réttarvörslukerfinu tæknilega hlutlaus og skapa forsendur til að nýta tæknilausnir í ríkari mæli í réttarvörslukerfinu. Með lögunum er réttarfarslöggjöfin gerð hlutlaus um afhendingarmáta gagna og tilkynninga og heimila lögin meðal annars í auknum mæli notkun rafrænna lausna í stað undirritana með eigin hendi og festa í sessi í almennum ákvæðum heimildir til að nota fjarfundarbúnað við rekstur einka- og sakamála fyrir dómi og við skýrslugjöf hjá lögreglu. Auk þess munu lögin heimila stafræna birtingu ákæra og annarra skjala við rannsókn og meðferð sakamála sem nú krefjast tiltekins birtingarmáta.

Markmið lagabreytinganna er að réttarvörslukerfið verði einfaldara, notendavænna og að málsmeðferð verði greiðari, án þess að gæðum og réttaröryggi verði fórnað. Ætlunin er að þær bæti aðgengi að dómstólunum og einfaldi samskipti, m.a. við lögreglu, auki skilvirkni og hagkvæmni í starfsemi þeirra sem vinna eftir réttarfarslöggjöf og hafi jákvæð umhverfisáhrif, svo sem með því að skapa forsendur fyrir að draga úr ferðalögum og notkun pappírs. Með breytingunum er ætlunin að ryðja úr vegi hindrunum í gildandi réttarfarslöggjöf fyrir því að framangreind markmið náist.

(Mál 691, meðferð sakamála, meðferð einkamála, gjaldþrotaskipti o.fl.) Lög í heild

 

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum